top of page
KYNNING Á VATNSLITUM
FRÁ SCHMINCKE
27. október 2023
Kynning á vatnslitum frá Schmincke fór fram þann 27. október þar sem Lukas og Weronika frá Art Supplies höfðu fengið Marcel Kohns frá Schmincke til að kynna fyrir okkur framleiðslu fyrirtækisins á vatnslitum. Fjörutíu og þrír félagsmenn mættu til að hlusta á kynningu Marcels. Eftir kynninguna fengu félagsmenn að kaupa liti með góðum afslætti sem margir nýttu sér. Tveir félagsmenn hrepptu veglega happdrætisvinninga frá fyrirtækinu í lok kvöldsins.
bottom of page