top of page
TVÖ NÁMSKEIÐ
MEÐ HERMAN PEKEL
19. – 25. júní 2024
Herman Pekel kom alla leið frá Ástralíu til okkar í júní og og hélt tvö námskeið. Þrátt fyrir "óhagstætt" veður, var hægt að vinna vel inni og svo síðasta daginn stytti upp og þá var farið út að mála. Vel gert hjá Herman sem sagði að hann færi helst ekki út nema hitinn fari upp fyrir 20°C sem var alls ekki reyndin hér.
Herman er aðallega landslagsmálari og glímdi hann við tvö íslensk mótíf á hverjum degi. Þátttakendur voru það uppteknir og áhugasamir að þeir gáfu sér ekki tíma til að líta upp.
Öll málverkin eru eftir Herman Pekel.
bottom of page