top of page

JÓN AXEL
EGILSSON

Jón Axel Egilsson.jpg

Jón Axel Egilsson (1944), kvikmyndagerðarmaður frá Danska kvikmyndaskólanum 1979, er fæddur og  uppalinn í Vesturbænum. Hann var alltaf að teikna og var því sendur í barnadeild MHÍ og gekk vestan úr bæ upp á Grundarstíg. Hann var í Verzló en sótti kvöldnámskeið hjá Kurt Zier skólastjóra MHÍ og Benedikt Gunnarssyni.

Jón Axel skapaði kókómjólkurköttinn Klóa og teiknaði níu sjónvarpsauglýsingar með honum. Hann gerði fjórtán stuttar heimildamyndir um listamenn, LITHVÖRF, og heimildamynd um Birgi Andrésson: Næsti hálftími verður þrjú korter.

Jón Axel var fjármálastjóri MHÍ (1989-1991) þegar hann kynntist Gunnlaugi St. Gíslasyni sem spurði hvort Jón málaði bara auglýsingar. Jón sagðist ætla að vatnslita í ellinni. Gunnlaugur sagði að þá mætti hann byrja strax því það tæki 20 ár að verða góður vatnslitamálari. Jón Axel hóf nám hjá Gunnlaugi 1998 og stóð það samfellt til 2006 en þá söðlaði Jón um og hóf nám í þjóðfræði og listasögu við Háskóla Íslands.

Vinnustofa

Tjarnarbóli 8, 170 Seltjarnarnesi

Gsm: +354 867 0095

Einkasýningar: 

2006: Bókasafn Seltjarnarness, Landslag og lúnir hlutir II.

2003: Pakkhúsið í Ólafsvík, Landslag og lúnir hlutir.

2000: Bókasafn Seltjarnarness, Fjöllin, haustið og peran á borðinu.

Jón Axel Egilsson-Módel hvítt.jpg
Jón Axel Egilsson-Peruserían 3 litir.jpg

Peruserían 3 litir

Módel hvítt

TITLE WORK Jón Axel Egilsson-Svöðufossinn.jpg

Svöðufossinn

Jón Axel Egilsson-Sölvhóll Reykjavík.jpg

Sölvhóll Reykjavík

Jón Axel Egilsson-Steinaserían - Afi segðu okkur sögu.jpg

Steinaserían - Afi segðu okkur sögu

Jón Axel Egilsson-Veðurbarin burst 2005.jpg

Veðurbarin burst 2005

Jón Axel Egilsson-Hjallur við Ægissíðu.jpg

Hjallur við Ægissíðu

Jón Axel Egilsson-Mandarínur í skál.jpg

Mandarínur í skál

Jón Axel Egilsson-Húsið á hæðinni.jpg

Húsið á hæðinni

Jón Axel Egilsson-Innst í Kolgrafarfirði.jpg

Innst í Kolgrafarfirði

bottom of page