GUÐMUNDUR ÁRMANN SIGURJÓNSSON

Guðmundur hefur haldið á fjórða tug einkasýninga síðan 1962 og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hann tók þátt í norrænni vatnslitasýningu 2017 og einnig á alþjóðlegri vatnslitasýningu í Fabriano, Ítalíu 2018 og 2019. Á sýningunni í Fabriano 2019 var myndin hans ein af þeim 70 sem valdar voru úr um 2000 innsendum vatnslitamyndum til að vera á farandsýningu á Ítalíu og var hún síðan varðveitt á alþjóðlegu vatnslitasafni í Fabriano. Þátttaka í vatnslitasýningu, Fabriano Akvarello, í Forth Worth Texas oktober 2024.
Þátttaka í II Festival Internacional de Acuarela Cordoba 2023 og 2024.
Situr nú í stjórn NAS, Nordiska Akvarellsällskabet sem fulltrúi Íslands.
Menntun: sveinspróf í prentmyndagerð, BA-nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, meistaranám við Valand listaháskólann í Gautaborg 1966 til 1972. Kennsluréttindi frá kennaradeild Háskólans á Akureyri, síðar við sama skóla M.Ed. í menntunarfræðum 2012.

Eyðibýli við Eyjafjörð (37 x 54 cm)

Eyjafjarðará og Staðarbyggðarfjall

Eyjafjarðará (37 x 54 cm)

Gáseyri (36 x 55 cm)

Hlíðarfjall og Súlur (37 x 54 cm)

Hörgá og Staðarhnjúkur (37 x 54 cm)

Kerling (54 x 37 cm)

Staðarbyggðarfjall (39 x 56 cm)

Sveppir I

Sveppir II