top of page
FYRSTA
SAMSÝNING
FÉLAGSINS
12. október 2019
Fyrsta samsýning Vatnslitafélags Íslands var opnuð í Gallerí Göngum við Háteigskirkju. Fjölmenni var við opnunina og rúmlega 1000 manns sóttu sýninguna á meðan á henni stóð. Á sýningunni voru 50 myndir eftir 33 listamenn. Sýningarnefnd skipaði þriggja manna dómnefnd fagmanna utan félagsins en með reynslu af vatnslitamálun og kennslu í faginu. Dómnefnd skipuðu Hlíf Ásgrímsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Hver félagsmaður mátti senda inn allt að þrjár myndir og bárust 177 myndir frá 63 myndlistarmönnum til dómnefndar.
bottom of page